fimmtudagur, mars 27, 2003

Hahaha er þegar búin að fá viðbrögð við óléttusögunum :) en ég segi samt ekkert!! Eitt mesta afrek þessa mánaðar, ég fór í BÓNUS!! Jú alveg satt! Guð hvað ég þoli ekki þá búð!! Ég er að segja ykkur það að mér finnst ekkert leiðinlegra en að fara í Bónus! Fólkið er svo hryllilega leiðinlegt!! Úfff maður... en mér tókst þetta. En svo er búðin hérna á Nesinu ekkert voðalega skemmtileg heldur. Eitt af áramótaheitunum var að reyna að vera duglegri að fara í Bónus. Held ég sé búin að fara 4 sinnum á þessu ári, og það er ekki kominn apríl. Það er mjög gott!! Held ég hafi farið 4 sinnum yfir allt síðasta ár! Nú var ég líka svo heppin að það voru aðallega gamalmenni í búðinni og þar sem ég elska gamalt fólk gekk þetta :) En lít ég út fyrir að vinna í Bónus? Vera svona "Bónus-stelpa"? Var bara að spá því það voru tvær gamlar konur sem fóru að spurja mig hvar þær fyndu hlutina!! Ein að leita að kakósúpu... og hin spurði mig hvort hún fengi rabbabarasultu þarna!!?? Ja hérna... gat því miður ekkert hjálpað þeim!! Annars hélt ég að gamlar konur byggju til rabbabarasultu sjálfar!!?? Amma mín gerir það allavegna.. já og mamma (ekki það að hún sé gömul!!) :)

Svo skellti ég mér í dýrabúðina og var að kaupa nýtt dót handa Rakel, og var virkilega að spá í að kaupa mér RISA páfagauk... hann var yndislegur, grænn og ógeðslega sætur :) 150.000 kall, fuglinn og búrið!! En ég ákvað að bíða þangað til ég væri búin með námið! :) Hugsa samt að hann myndi éta Rakel í einum bita!! En mér finnst svo hryllilega sorglegt að þessi stóru fuglar geta orðið 80 ára gamlir og lifa þá jafnvel eigendur sína... greyin þá eru þeir bara einir eftir... mér finnst það hræðilegt!!
En jæja... ég ætla að reyna að fara að gera eitthvað í þessari lokaritgerð minni... bæ í bili

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home