miðvikudagur, mars 26, 2003

Ja hérna... ég er bara alveg límd við tölvuna :) fór að vinna í dag til 7, kom heim og hef varla hreyft mig! þetta er ekkert smá gaman!! Gat ekki ímyndað mér að ég ætti eftir að falla fyrir þessu!! Gleymi meira að segja að borða... (það er svo sem kannski bara ágætt :) ) Nú þarf ég bara að fá mér gestabók, ekki satt??!! Ég bíð eftir Sigurlaugu í því máli! Hún ætlar að reyna að finna einhverja "góða" gestabók!!
Jæja en það er SÁLIN á Gauknum um helgina!! Hugsa að ég skelli mér á laugardagskvöldið, þeir klikka sjálfsagt ekki!! :) En ætla að fara snemma að sofa þetta kvöldið... varð að leggja mig í dag, þar sem ég gleymdi mér við tölvuna í gær/nótt. By the way... heyrði tvær ansi góðar óléttusögur í dag :) En látum hér við sitja... Schlaf Schön!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home