sunnudagur, mars 30, 2003

Jæja, þetta er búið að vera aldeilis fín helgi. Vildi að vísu að ég hefði gert aðeins meira í ritgerðinni...en hún hlýtur nú að klárast á endanum! Er það ekki alltaf svoleiðis?! Við Eysteinn gerðum hrísgrjónasalatinu góð skil í gær, voða gott!! :)
Við fórum í gær á Sálina... ég, Guðlaug og Hrafnhildur... þvílíkt brjálað stuð að vanda. Þeir eru auðvitað bara bestir :) Hrafnhildur er gott efni í djammara, sá það, hún hafði alveg í okkur Guðlaugu þarna og dansaði eins og vitleysingur með okkur allt kvöldið!! Æðislegt! Við eigum sjálfsagt eftir að taka hana með okkur oftar!
Hef lítið nennt að gera í dag... skruppum að vísu á Subway, suprise, suprise :) Þetta veður dregur alveg úr manni. En vá maður, frábær ítalski gaurinn í Viltu vinna milljón... 5 millur takk fyrir!! Æði!!
en þangað til næst... nighty night

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home