Ohhh fæ alltaf svona visst sjokk annað slagið þegar ég átta mig hvað ég er að verða gömul, hvað tíminn líður hræðilega hratt! Ég er að verða 26 ára. Nú var það þannig að ég hitti á Guðrúnu Sigríði á MSN-inu áðan... og hún sendi mér mynd af litlu systur sinni sem er að verða 12 ára. Alveg ofboðslega sæt og algjör gella!! En málið er að ég man eins og það hefði gerst í gær þegar hún fæddist!! Ég var 14 ára!! Var sem sagt á hátindi gelgjunnar!! Guð minn eini!! Þetta er hætt að vera fyndið! En ég er nú samt bara alltaf eins og 18 í anda :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home