Guð minn, hvað það er langt síðan ég hef skrifað! Veit ekki alveg hvar ég á að byrja... Á fimmtudagskvöldið byrjaði að leka niður úr loftinu inn á baði og svo inn á gangi og að lokum meðfram fataskápnum!! Það var leki í íbúðinni hér fyrir ofan. Þannig að á föstudaginn var ég með fullt hús af pípurum og öðrum iðnaðarmönnum. Það var EKKI skemmtilegt. Það blotnaði allt sem var í efri hillunum í fataskápnum þannig að ég þvoði 6 þvottavélar! Í þokkabót fékk ég eitthvað hitatæki sem ANDAÐI og það kom ógeðsleg lykt af því! Það var eins og að vera í flugvél það voru svo mikil læti í því! Losnaði ekki við það fyrr en í gær! Var nú bara hrædd um að Rakel myndi ekki lifa þessa skítalykt af en ég lét hana bara sofa inni hjá mér :) það voru aðeins minni læti inn í svefnherberginu. En nú er allt í lagi og allt er orðið þurrt inn í og á bak við fataskápinn. Þá eiga bara eftir að koma málarar og smiðir og laga þetta. Það verður samt ekkert fyrr en eftir Páska eða þegar ég verð búin í prófum!!
En ég skellti mér nú samt á Í svörtum fötum á Players á föstudeginum. Mikið rosalega eru þeir góðir :) Við Heiða fórum í Kópavoginn til Jóhönnu Bjargar og svo skunduðum við af stað! Þvílíkt stuð! Ég gat allavegna séð staðinn núna, þetta var ekki eins og á Austfirðingaballinu, ekki 900 manns... Jesús minn það var nú meiri kleppurinn!
HEIÐA ÁTTI AFMÆLI Í GÆR :) til lukku!!
Það var efnafræðipróf í gær... hef bara ekki lent í jafn hræðilegu prófi! Ömurlegt!! Úff... við vorum allar vissar um að hafa fallið... en annað kom nú á daginn... fengum prófið í dag OG ÉG NÁÐI!! og meira að segja aðeins betur en það :) Glæsilegt Úrsúla Manda!! :) Við vorum nú bara að spá í að hrynja í það... en við erum að fara í próf í LHF 403 á morgun, þannig að það verður aðeins að bíða.
En mamma og pabbi eru á leiðinni, koma núna á eftir, JEI!!! :) Þangað til næst....
En ég skellti mér nú samt á Í svörtum fötum á Players á föstudeginum. Mikið rosalega eru þeir góðir :) Við Heiða fórum í Kópavoginn til Jóhönnu Bjargar og svo skunduðum við af stað! Þvílíkt stuð! Ég gat allavegna séð staðinn núna, þetta var ekki eins og á Austfirðingaballinu, ekki 900 manns... Jesús minn það var nú meiri kleppurinn!
HEIÐA ÁTTI AFMÆLI Í GÆR :) til lukku!!
Það var efnafræðipróf í gær... hef bara ekki lent í jafn hræðilegu prófi! Ömurlegt!! Úff... við vorum allar vissar um að hafa fallið... en annað kom nú á daginn... fengum prófið í dag OG ÉG NÁÐI!! og meira að segja aðeins betur en það :) Glæsilegt Úrsúla Manda!! :) Við vorum nú bara að spá í að hrynja í það... en við erum að fara í próf í LHF 403 á morgun, þannig að það verður aðeins að bíða.
En mamma og pabbi eru á leiðinni, koma núna á eftir, JEI!!! :) Þangað til næst....


0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home