miðvikudagur, apríl 23, 2003

Halló aftur eftir langan tíma! Kom hingað suður í gær eftir mjög gott Páskafrí. Er ekki alveg tilbúin að fara að byrja aftur á lærdómnum! En já Páskarnir liðu í Neskaupstað þó mamma og pabbi hafi ekki verið þar, en ég át ekki páskaeggin mín... tók þau bara með mér suður og ætla að borða þau með mömmu og pabba. En það var auðvitað mikið djammað... við Heiða, Símon og Elvar tókum vel á því á Föstudaginn langa, þá var BRJÁN með tónatitring... var að vísu svolítið sorglegt!! Allt of róleg lög en flott samt! Hélt samt að ballið myndi gera útaf við mig... BUMBURNAR!! Ja hérna... þó er hann Smári Geirsson alltaf jafn yndislegur :) En svei mér þá, held þeir hafi sungið "Roll over Beetooven" aðeins of oft!! Við reyndum þó að gera gott úr þessu og drukkum því bara meira og dönsuðum allt ballið!!
Fórum svo á Rokkslæðurnar á laugardagskvöldið. Þær eru BARA frábærar!! Þvílíkur kraftur í þeim! Fílaði þær fínt. Fórum samt snemma heim þar sem maður var eitthvað slappur eftir föstudagskvöldið.
En svo var aðal ballið á Páskadag, Írafár! Jesús það var svo skemmtilegt. Geggjað!! Hápunkturinn var auðvitað þegar þau tóku Eurovisionlagið! Ég tapaði mér gjörsamlega og ruddi mér leið að sviðinu þar sem ég stóð, Haukdal hélt í hendina á mér og ég mændi á hana!!! :) Oh hún er svo æðisleg!! Held við vinnum pottþétt núna sko!! ;)
Semsagt mikið stuð um Páskana... verst hvað fór lítið fyrir lærdómnum!

Mamma og pabbi eru að koma á morgun. Æðislegt!! Og amma og afi fara út á morgun í mánuð til Mallorca!! Frí í skólanum á morgun og föstudaginn, aldeilis fínt! Við Sigurlaug skruppum aðeins í Kringluna og svo í Smáralindina á Fridays. Við erum svo vanafastar að við "eigum" okkar sæti þarna og þurfum eiginlega ekki að segja neitt lengur... stelpan leiðir okkur bara beint í sætin :) vorum einmitt að tala um það að það færi að koma að því að við þyrftum ekki lengur að segja hvað við vildum... það yrði bara skammturinn takk!!
Sótti Rakel mína til Ólu Steinu í gærkvöldi... ohh hún var svo ánægð að sjá mömmu sína :) og hún hefur greinilega lært eitthvað nýtt flaut hjá Ólu, því hún er farin að blístra eitthvað nýtt sem hún hefur ekki gert áður! Svona tekur barnið framförum á svona stuttum tíma!! :)
Jæja var að koma inn, við Heiða tókum Neshringinn... svaka hressandi, ætla að reyna að læra eitthvað þó ég hafi nú lúmskan grun um að ég eigi bara eftir að enda fyrir framan sjónvarpið!! Góða nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home