miðvikudagur, apríl 02, 2003

Ohhh hvað ég var fegin í efnafræði í dag... haldiðið að kennarinn hafi ekki bara frestað prófinu fram á mánudag!! JEI! Þannig að við fáum einn tíma á morgun. Við Sigurlaug vorum svo fegnar að við skelltum okkur á Fridays til að halda upp á það!! :)
Annars er bara einn tími á morgun kl. hálf 3 og svo FRÍ á föstudaginn :) þvílíkur lúxus... en ætli maður þurfi samt ekki að nota tímann og reyna að læra eitthvað!!
Kveikti á sjónvarpinu áður en ég fór í vinnuna og lenti akkúrat á myndböndum með Robbie Williams... ohhh maðurinn er þokkalega sexy... jesús minn!! Mér finnst hann bara ÆÐI!! og myndbandið við Rock DJ..... ohhhhhh váááááááá!!
En jæja snúum okkur að öðru :) Er að lesa Napóleonsskjölin eftir Arnald Indriða, finnst hann alveg frábær. Get ekki lagt hana frá mér. Við Líana slógumst um bækurnar hans úti á Sardiniu í sumar... þá lásum við Mýrina, Grafarþögn og Dauðarósir! Geggjaðar bækur! Fékk svo Röddina í jólagjöf og keypti hina. Ætla að senda mömmu með þær út svo að Líana geti lesið þær... sú verður glöð :) Já einmitt, Líana og Udo ætla að hitta þau á Canary. Allt fullt af fólki að fara... allir NEMA ÉG!!! En jæja ég verð þá bara heima í Nesk. með ömmu og afa... það verður ekki slæmt :)

Af hverju ætli Claire Fisher snyrtivörurnar séu ekki til hér á landi??!! Alveg eðal vörur, þýskt (auðvitað... þýsk gæðavara) framleitt í Karlsruhe. Þetta eru svona "apóteksvörur" en í Þýskalandi má ekki selja snyrtivörumerki eins og Lancome, Clarins og svoleiðis vörur í apótekum. Það þarf að vera svona spes "húðvörur" eins og Ph Eucerin og svo auðvitað Claire Fisher!! Ætti ég kannski að fara að flytja þær inn??!! Það væri nú ekki svo vitlaust!! Sigurlaug, ertu ekki til í þetta með mér??!! Þá getum við gert þetta saman eftir námið... ef við finnum okkur ekkert annað til að fara í saman :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home