Við fórum í Lyfjadreifingu í morgun í morgunmat og á kynningu. Ég komst klakklaust þangað uppeftir nema hvað ég þurfti að hringja í Sigurlaugu til að vita hvar ég ætti að beygja út af brautinni :) svo þegar ég komst á staðinn þá fór ég óvart bakdyramegin og þurfti þá auðvitað að hringja aftur í Sigurlaugu og þá reddaðist þetta!! Er ekki frá því að ég þurfi að fá Sigurlaugu til að gerast minn "special guide" bæði í "rat"- og tölvumálum :) Annars var þessi kynning allt í lagi fyrir utan voðalegt vesen á liðinu... óskipulagt allt saman!! Og þar sem ég er svo mikill þjóðverji í mér (hryllilega skipulögð) þá átti þetta alls ekki við mig!! Efnafræðin féll niður þannig að ég var komin heim um 13, en þurfti samt auðvitað að leggja mig, ég er eitthvað voðalega gömul þessa dagana. Fór svo að læra í efnafræði... úff úff!!
Heyriðið já... klukkan á blogginu er vitlaus... er klukkutíma á undan... og ekki hægt að laga það... ef það skiptir einhverju máli :)
Ætla að fara að leggja mig... eins gott að það verði efnafræði á morgun því annars ætla ég ekki að taka prófið á fimmtudaginn!! Ég er með MARGAR spurningar fyrir hana!!
P.S. Kíkið á Lyfjatæknabloggið... fullt af nýjum myndum síðan af kynningunni í morgun!!
Góða nótt.......
Heyriðið já... klukkan á blogginu er vitlaus... er klukkutíma á undan... og ekki hægt að laga það... ef það skiptir einhverju máli :)
Ætla að fara að leggja mig... eins gott að það verði efnafræði á morgun því annars ætla ég ekki að taka prófið á fimmtudaginn!! Ég er með MARGAR spurningar fyrir hana!!
P.S. Kíkið á Lyfjatæknabloggið... fullt af nýjum myndum síðan af kynningunni í morgun!!
Góða nótt.......
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home