Halló halló... Í gær tókum við Sigurlaug daginn snemma, vorum mættar í Kringluna kl. 11 og löbbuðum svo Laugarveginn í þessu líka blíðskapar veðri. Alveg frábært. Kíktum á Skólavörðustíginn og þar hitti ég hana Hrafnhildi vinkonu, hafði ekki hitt hana síðan á fermingarbarnamótinu, voða gaman! :) Svo fór Sigurlaug með mig einhverja krókaleið þarna í miðbænum og sýndi mér hvar hún átti einu sinni heima. Svo löbbuðum við götu sem heitir Bjarnarstígur, og þar fíluðum við okkur eins og við værum í útlöndum. Þetta er svona þröng gata með gömlum sætum húsum, fólk var úti í garði og einn sat og spilaði á gítar!! Enda var alveg blankalogn þarna og fólk farið að fækka fötum! Þetta var æðisleg upplifun hér í borginni!
En við stelpurnar úr skólanum fórum út að borða í gærkvöldi á Ítalíu, vorum að vísu ekki nema sex en það var fínt. Fengum okkur ógeðslega gott að borða og ulltum svo út. Við fórum fjórar á Nasa og þar var góð stemning á liðinu :) við náðum akkúrat þegar Páll Óskar var að byrja!! Guð hann er alveg frábær... tók þarna Eurovision lög og fleiri og svo kom Helga Möller og þau sungu saman Gleðibankann :) ÆÐI!! Ég er allavegna komin í Eurovision feelinginn! Þannig að þetta var bara hið besta kvöld!!
Í dag er ég eiginlega ekki búin að gera NEITT :) Vaknaði hress um hádegi, fór í apótekið og í Hagkaup og kom svo við á Videoleigunni. Þar sem það er svo langt síðan að ég hef tekið video labbaði ég út með fjórar spólur!! Gat bara engan veginn gert upp á milli þeirra! Núna er ég semsagt búin að horfa á þrjár en hugsa að ég geymi hina þangað til á morgun. Bæ í bili ÚMÁ
En við stelpurnar úr skólanum fórum út að borða í gærkvöldi á Ítalíu, vorum að vísu ekki nema sex en það var fínt. Fengum okkur ógeðslega gott að borða og ulltum svo út. Við fórum fjórar á Nasa og þar var góð stemning á liðinu :) við náðum akkúrat þegar Páll Óskar var að byrja!! Guð hann er alveg frábær... tók þarna Eurovision lög og fleiri og svo kom Helga Möller og þau sungu saman Gleðibankann :) ÆÐI!! Ég er allavegna komin í Eurovision feelinginn! Þannig að þetta var bara hið besta kvöld!!
Í dag er ég eiginlega ekki búin að gera NEITT :) Vaknaði hress um hádegi, fór í apótekið og í Hagkaup og kom svo við á Videoleigunni. Þar sem það er svo langt síðan að ég hef tekið video labbaði ég út með fjórar spólur!! Gat bara engan veginn gert upp á milli þeirra! Núna er ég semsagt búin að horfa á þrjár en hugsa að ég geymi hina þangað til á morgun. Bæ í bili ÚMÁ
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home