þriðjudagur, maí 27, 2003

Ja hérna, voðalega er ég orðin lélegur bloggari!! Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja... en allavegan þá gekk útskriftardagurinn (föstudagurinn) rosalega vel. Yndislegt veður og fín athöfn (þrátt fyrir leiðinlegan söng!!). En svo hélt "stóra" fjölskyldan, en það eru sem sagt ég, mamma og pabbi, afi og amma :) á Eyrarbakka að borða á Rauða húsinu. Alveg hreint frábær staður, mæli eindregið með honum!! Æðislegur dagur.
Ja svo var það Eurovision!! Hún Birgitta OKKAR var þvílíkt flott og æðisleg! Ég á bara ekki til orð, skil samt ekki að hún skildi ekki ná hærra!! En þetta var samt rosa fínt hjá henni, 9. sæti!! Ég er samt ekki að fatta 1. og 2. sætið! Svo fannst mér Noregur frábær!! En eru þið að fatta þetta sem Gísli Marteinn sagði þegar hann var að kynna norska strákinn?! Hann byrjaði að tala um hvað þessi strákur væri látlaus og svoleiðis og svo sagði hann þessa gullvægu setningu: "Hann er eitthvað svo lítið upptekinn af sjálfum sér að hann gæti bara verið frá Neskaupstað!!" Okey... hvað er maðurinn að meina?? Er hann að meina þetta sem hrós eða er hann að gefa í skyn að Norðfirðingar séu upp til hópa hallærislegir??!! Hugsi kannski ekki um sjálfa sig! Nei ég bara spyr! Ætli Gísli Marteinn hafi nokkuð komið til Neskaupstaðar svona fyrir utan allt annað!!?? Ja hérna...
En svo var auðvitað svaðalegt Eurovisonparty hjá Heiðu og Símoni... ussussuss, hefði aðeins mátt slaka á í þessum blessaða Eurovision drykkjuleik... en það er gott að vera vitur eftir á!! Það var rosalega gaman, við Heiða skelltum okkur svo á BSG á Players!! :) Alveg frábært!! Já by the way, Sálin var á Gauknum en ég tók Bo Hall fram fyrir þá!! :) Við skemmtum okkur alveg hryllilega vel og lækkuðum meðalaldurinn um nokkra tugi :) rosa gaman!!
Mamma og pabbi fóru svo austur á sunnudeginum og ég eyddi honum að mestu í þynnku, svefn og sjónvarpsgláp... faðmaði að vísu postulínsdrottinguna nokkrum sinnum þennan daginn!! ojj barasta!! Hugsaði strax, ja ég ætla ekki að drekka á næstunni!! En þá mundi ég að það gengi ekki þar sem Sjómannadagshelgin er framundan :) svona er lífið!!
Jamm við Heiða ætlum að bruna austur á fimmtudaginn. Pabbi benti mér góðfúslega á hvernig ég ætla að koma öllu dótinu fyrir í Ölfu minni (þar sem hún er ekkert rosalega stór sko)!! Er nefnilega með FULLT af dóti, t.d. afruglarann (er sko í M12 og vil ekki missa það), videoið (mitt er miklu betra en það sem ma og pa eiga), tölvuna, Rakel og allt það dót sem fylgir blessaða fuglinum!! En það kemur bara í ljós... verð þá bara að skilja tölvuna eftir!! Ég ætlaði mér að láta mömmu og pabba fá þessa tölvu og kaupa mér svo ferðatölvu í haust!! Svo er ég byrjuð að pakka og líst ekkert á hvar þetta ætlar að enda, en þetta hlýtur allt að reddast :)
Jæja við heyrumst síðar ÚMÁ

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home