Jæja... þá er fimmtudagsdagskráin búin á Skjá 1!! Var nú ekkert voðalega hrifin af valinu hjá henni Tristu í lokaþættinum af Bachelorette, en mér tókst nú samt að grenja yfir honum! (Það þarf svo sem ekkert mikið til að koma mér að grenja.) Ég var bara með það á hreinu að hún myndi velja Charlie, en mér fannst hann taka þessu vel... er nefnilega viss um að ef hún hefði dumpað Ryan þá hefði hann farið að gráta... en æji þetta var samt allt saman voðalega sætt :) Ætli næsti Bachelor þáttur verði með Charlie?!
En ég heyrði í honum Sigurjóni Gísla vini mínum áðan... hef ekki heyrt í honum lengi, alltaf jafn gaman að spjalla við hann :) Hann er einmitt að útskrifast núna úr Sjávarútvegsfræðinni, til lukku með það snúðurinn minn :)
Eins og ég sagði í gær þá vakti blessaði málarinn mig kl. hálf 10 í morgun. Hann spaslaði og kom svo aftur um 5 og gerði eitthvað annað sem ég veit ekki hvað heitir :) spúlaði í loftið með einhverri vél til að fá sömu áferð og er fyrir - svona ef þið hafið áhuga sko... :)Hann mætir svo aftur í fyrramálið og málar og þá er það búið...VEIIIII. Er að hugsa um að vera komin á fætur svo ég taki ekki aftur á móti honum í náttsloppnum :) Við Sigurlaug ætlum því að taka daginn snemma og fara í Kringluna fyrir hádegi og labba svo jafnvel Laugarveginn ef veðrið verður eins gott og það var í dag! Annars verður það bara Smáralindin.
Já ég pakkaði öllu skóladótinu niður og er komin með voða gott system á hlutina hérna í skápunum hjá mér... alltaf gott að fá meira pláss. Þarf samt aðeins að skipuleggja skóladótið betur, koma meiri reglu á það. Kannski ég geymi það bara þangað til í haust... sé til. En ætla ekki flestir að koma austur fyrir sjómannadagshelgina? En allavegna um Verslunarmannahelgina, er það ekki? Á Neistaflug í Neskaupstað... þar sem lognið hlær svo dátt :) ojjjojjjojjj
Við stelpurnar úr skólanum ætlum að fara út að borða annað kvöld á Ítalíu. Svo er spurning hvort farið verður á Nasa þar sem Delta er með einhvern Sumar-eurovision fagnað fyrir apótekin... Páll Óskar að skemmta held ég, svaka stuð!! En heyri í ykkur síðar... Súlan
En ég heyrði í honum Sigurjóni Gísla vini mínum áðan... hef ekki heyrt í honum lengi, alltaf jafn gaman að spjalla við hann :) Hann er einmitt að útskrifast núna úr Sjávarútvegsfræðinni, til lukku með það snúðurinn minn :)
Eins og ég sagði í gær þá vakti blessaði málarinn mig kl. hálf 10 í morgun. Hann spaslaði og kom svo aftur um 5 og gerði eitthvað annað sem ég veit ekki hvað heitir :) spúlaði í loftið með einhverri vél til að fá sömu áferð og er fyrir - svona ef þið hafið áhuga sko... :)Hann mætir svo aftur í fyrramálið og málar og þá er það búið...VEIIIII. Er að hugsa um að vera komin á fætur svo ég taki ekki aftur á móti honum í náttsloppnum :) Við Sigurlaug ætlum því að taka daginn snemma og fara í Kringluna fyrir hádegi og labba svo jafnvel Laugarveginn ef veðrið verður eins gott og það var í dag! Annars verður það bara Smáralindin.
Já ég pakkaði öllu skóladótinu niður og er komin með voða gott system á hlutina hérna í skápunum hjá mér... alltaf gott að fá meira pláss. Þarf samt aðeins að skipuleggja skóladótið betur, koma meiri reglu á það. Kannski ég geymi það bara þangað til í haust... sé til. En ætla ekki flestir að koma austur fyrir sjómannadagshelgina? En allavegna um Verslunarmannahelgina, er það ekki? Á Neistaflug í Neskaupstað... þar sem lognið hlær svo dátt :) ojjjojjjojjj
Við stelpurnar úr skólanum ætlum að fara út að borða annað kvöld á Ítalíu. Svo er spurning hvort farið verður á Nasa þar sem Delta er með einhvern Sumar-eurovision fagnað fyrir apótekin... Páll Óskar að skemmta held ég, svaka stuð!! En heyri í ykkur síðar... Súlan


0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home