Þá leggjum við Heiða af stað í ferðalagið í fyrramálið, spennan verður í hámarki þegar ég fer að setja dótið inn í Ölfuna... kemst tölvan með eður ei?!? Það verður stóra spurningin. Pabbi hváði í símann áðan þegar ég sagðist BARA taka 9 pör af skóm!! Hann skilur þetta bara engan veginn karlinn :)
Fór út að borða í kvöld á Hornið með Júlíu Rós og Kristjönu! Svaka gott. Júlía er komin með þessa líka myndarlegu bumbu :) enda á hún að eiga í byrjun júlí! Hún er alveg yndisleg svona ólétt!! Færði henni smá sem ég var búin að prjóna handa henni. Frétti einmitt af annarri óléttri, hún er að vísu ekki fyrr en í byrjun janúar, ljóstra því ekki strax upp hver hún er :) (veit ekki hvort henni sé sama?!?) Svei mér þá ef það eru ekki flestir í kringum mig óléttir!! (Nema ég og Heiða... við stöndum okkur!! :)) Þetta er sjálfsagt smitandi bara... eins gott að krossleggja fæturna vel!! :) Rikki lyfjafræðinemi verður pabbi í ágúst, Rakel vinkona í nóvember og allt að gerast bara. Það verður mikið að gera hjá mér í prjónastússinu :) Eins gott að það komi smá pása núna annars dey ég úr vöðvabólgu!!
En ég gleymi reyndar að segja ykkur aðalfréttina (allavegna fyrir mig). Það var verið að bjóða mér starf í Austurbakka, sem markaðsfulltrúi fyrir Lundbeck, sem er danskt lyfjafyrirtæki!! Þetta gerðist semsagt á mánud. fyrir rúmri viku síðan, ég fór í viðtal á þriðjud. og var ráðin á staðnum!! Æðislegt!! :) Ég verð að vinna með honum Bassa (sem er sonur Sigurðar apótekara heima) jújú svona fær maður ekki upp í hendurnar nema helst að þekkja einhvern :) Hann er markaðsstjóri fyrir þetta fyrirtæki og við verðum svona "team". En ég verð með mína skrifstofu (með útsýni yfir Viðey). Þvílíkt spennandi allt saman! :) Ég byrja í kringum 11. ágúst og verð heima þangað til, tek Neistaflugið með pompi og prakt!! :)
Jæja, ég bið að heilsa í bili... ef ég kem tölvunni ekki með í Ölfuna þá kemst ég allavegna í tölvu í apótekinu svo ég geti nú sagt ykkur eitthvað skemmtilegt að austan :) .....þangað til næst
Auf Wiedersehen Súlan!!
Fór út að borða í kvöld á Hornið með Júlíu Rós og Kristjönu! Svaka gott. Júlía er komin með þessa líka myndarlegu bumbu :) enda á hún að eiga í byrjun júlí! Hún er alveg yndisleg svona ólétt!! Færði henni smá sem ég var búin að prjóna handa henni. Frétti einmitt af annarri óléttri, hún er að vísu ekki fyrr en í byrjun janúar, ljóstra því ekki strax upp hver hún er :) (veit ekki hvort henni sé sama?!?) Svei mér þá ef það eru ekki flestir í kringum mig óléttir!! (Nema ég og Heiða... við stöndum okkur!! :)) Þetta er sjálfsagt smitandi bara... eins gott að krossleggja fæturna vel!! :) Rikki lyfjafræðinemi verður pabbi í ágúst, Rakel vinkona í nóvember og allt að gerast bara. Það verður mikið að gera hjá mér í prjónastússinu :) Eins gott að það komi smá pása núna annars dey ég úr vöðvabólgu!!
En ég gleymi reyndar að segja ykkur aðalfréttina (allavegna fyrir mig). Það var verið að bjóða mér starf í Austurbakka, sem markaðsfulltrúi fyrir Lundbeck, sem er danskt lyfjafyrirtæki!! Þetta gerðist semsagt á mánud. fyrir rúmri viku síðan, ég fór í viðtal á þriðjud. og var ráðin á staðnum!! Æðislegt!! :) Ég verð að vinna með honum Bassa (sem er sonur Sigurðar apótekara heima) jújú svona fær maður ekki upp í hendurnar nema helst að þekkja einhvern :) Hann er markaðsstjóri fyrir þetta fyrirtæki og við verðum svona "team". En ég verð með mína skrifstofu (með útsýni yfir Viðey). Þvílíkt spennandi allt saman! :) Ég byrja í kringum 11. ágúst og verð heima þangað til, tek Neistaflugið með pompi og prakt!! :)
Jæja, ég bið að heilsa í bili... ef ég kem tölvunni ekki með í Ölfuna þá kemst ég allavegna í tölvu í apótekinu svo ég geti nú sagt ykkur eitthvað skemmtilegt að austan :) .....þangað til næst
Auf Wiedersehen Súlan!!


0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home