miðvikudagur, maí 14, 2003

Var að koma heim... ég, Heiða og Guðlaug fórum á myndina "How to lose a guy in 10 days"!! ÆÐISLEG!! Þessi mynd er alveg brilljant :) og það eyðileggur ekkert myndina heldur hvað hann Matthew McConaughey er FAGUR!!! OH MY GOD!! Ég átti allavegna mjög erfitt með að halda mér í sætinu og það voru örugglega ekki mörg sæti þurr í salnum!! Jesús minn.... uhmmmm maðurinn er alveg hryllilega vel af Guði gerður og hreimurinn!! GVÖÐ!! From Texas honey... ja hérna... En já svona er þetta bara... :) og pæliði að vera mótleikona hans?! En jæja ég gæti sjálfsagt skrifað heila ritgerð um fegurð hans en læt þetta nægja í bili. I rest my case!!
Við Heiða fórum á Ruby Tuesday áður en við fórum í bío... sá staður svíkur engan, og hvað þá fyllta bakað kartaflan sem ég fæ mér alltaf í forrétt, alveg eins og ég át alltaf úti í Ameríku!! Æði!!
Ég fór í kaffi upp í skóla í dag. Okkur var boðið sem eru að útskrifast úr Heilbrigðisskólanum. Voða fínt. Þvílíkt flottar kökur og snittur, namminamm! Svei mér þá ef ég hef nokkuð gert annað í dag en að ÉTA!! Svo hringdi Örn (bróðir pabba) (by the way Bryndís, sem þú mættir á götunni heima og hljópst yfir á hina gangstéttina :) mun aldrei gleyma þessu atriði! ) og bauð mér í nýtt slátur á morgun með kartöflumús og alles... mmmmm, það er bara veisla hjá mér upp á hvern einasta dag núna :) JEIIII!!
En bara svona ein að lokum... góða nótt og dreymi ykkur vel... veit að mig á eftir að dreyma vel :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home