mánudagur, júní 02, 2003

Þá er maður komin heim í sveitina!! Ferðalagið hjá okkur Heiðu gekk nú aldeilis vel, svaka stuð á okkur :) Alfa mín stóð sig eins og hetja. Ég tók tölvuna ekki með, en ég kemst nú reglulega í tölvuna hér í apótekinu. Byrjaði einmitt að vinna í dag. Helgin var alveg frábær, vægt til orða tekið :) Mikið djamm á liðinu. Ballið í gærkvöldi stendur uppúr, Í svörtum fötum, alveg frábært ball. Þeir verða svo aftur um Verslunarmannahelgina, geggjað!! :) En jæja ég ætlaði bara að láta vita af mér, heyrumst síðar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home