Það hefur lítið á daga mína drifið hér í sveitinni... er enn að ná áttum eftir helgina!! Ég er bara í vinnunni, horfi á sjónvarpið, prjóna og les!! :) mjög afslappandi. Pabbi kemur í land á morgun og þá ætla ég að fá hann til að hjálpa mér að þrífa Ölfuna með háþrýstidælunni og svoleiðis, fæ hann jafnvel til að bóna, nota kallinn!! :) Annars er veðrið frekar ömurlegt. Það er eins og það sé október, skítakuldi, þoka og rigning með köflum!! :) Svo fór ég í hádeginu til ömmu og afa og þá sagði afi mér þær fréttir að svona yrði veðrið allavega yfir 17. júní!! Ojbarasta!! Vonum að hann hafi ekki rétt fyrir sér. Nú er Sigurjón Gísli farinn til Vestmannaeyja... og mér finnst alveg eins og hann sé farinn til útlanda, helv. fúlt að hann skuli ekki bara getað verið hérna!! Held hann byrji í nýju vinnunni í dag. En jæja, ég ætlaði aðallega að skammast í Sigurlaugu... hvernig er þetta með þig, ertu hætt að blogga eða hvað?! Sakna þess að heyra ekkert frá þér!! :) Alltaf er ég að frétta af fleiri óléttum... tvær búnar að bætast í hópinn síðan síðast!! Ja hérna hér!! En þangað til næst... Súlan!!


0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home