þriðjudagur, júní 10, 2003

Mér til mikillar gleði er Sigurlaug aftur farin að blogga :) þannig að nú get ég fylgst með henni. Líst vel á prjónaskapinn hjá þér :) En höfðu þið það ekki bara gott um helgina?! Þetta var helgi afslöppunar í Gauksmýri 4. Við mamma bara að dúlla okkur, fórum í göngutúra og svoleiðis nice. Júlía Rós, þú verður að láta mig vita hvernig gengur hjá þér, er eitthvað að gerast í bumbunni?!? :) Leyfa mér að fylgjast með!!
Enn streyma til mín gjafir í sambandi við útskriftina :) var að fá gjafabréf í Duka frá þeim hér í apótekinu og í gærkvöldi kom Jóhanna Smára í heimsókn og gaf mér hring!! :) Vona samt að fólk geri sér grein fyrir því að ég á afmæli núna á laugardaginn og þá vil ég LÍKA gjafir!! :) Já Halla á einmitt afmæli í dag, hún var með mér í skólanum! Til lukku!! En jæja apótekið er að fyllast og ég dúlla mér í tölvunni :) heyrumst, Súlan

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home