miðvikudagur, júlí 16, 2003

Það er blessuð blíðan í borginni... svo sem ekkert slæmt veður hérna, bara blessuð þokan annað slagið og kuldinn sem fylgir henni :) annars er ég bara ánægð meðan rignir ekki!!
En ég er að deyja mig langar svo út!! :( Bara eitthvað!! Heiða og Símon eru að fara til Krítar núna á mánudaginn í tvær vikur!! Það verður örugglega frábært! Alla vegna hiti :) Annars erum við Sigurjón Gísli mikið að pæla að skella okkur í viku ferð eitthvað í haust/vetur. Það er að segja ef við getum bæði fengið frí á sama tíma :) sem verður alveg ábyggilega ekki!! Annars er drengurinn bara orðinn eyjapeyji, fluttur til Westman-island!! Sem er svo sem ekkert slæmt... ég hef nefnilega aldrei komið til Eyja og nú er alveg tilvalið fyrir mig að skella mér. Eyjar eru líka hálfgerð útlönd :) læt mér það kannski bara nægja þetta árið! Hann er búinn að finna fína helgi fyrir mig að koma, held það hafi átt að vera 4. okt! Þá er stórball með Skítamóral :) og þar sem ég hef ekkert farið á ball með þeim síðan þeir byrjuðu aftur, er þessi helgi alveg tilvalin. Svo þarf hann að skipuleggja einhverjar skoðunarferðir fyrir mig... svona þegar nær dregur :) Verst að Keiko er farinn, hefði viljað hitta hann!! Ég hlakka alveg rosalega til því mig hefur alltaf langað svo til Vestmannaeyja!!
Þangað til næst.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home