mánudagur, júlí 07, 2003

Þá á ég eftir að vera fjórar helgar hér í sveitinni... við mamma ætlum að keyra laugardaginn 9. ágúst suður! Ég hlakka orðið voða til að fara suður... komast í mína íbúð með mínu dóti (ekki að það sé búið að vera neitt slæmt hjá mor og far :)) og byrja svo í nýju vinnunni.
Þessi helgi var mjög róleg... eiginlega bara eins og hinar :) Á föstudagskvöldið gerði ég það sem ég geri ca. 2svar á ári, þ.e. að fara upp á háloft!! Ég elska það!! Ég get gleymt mér þarna uppi í marga tíma... málið er að ég á ca. 80% af öllu því dóti sem er þarna!! Frábært!! Og foreldrarnir fá ekki að henda NEINU!! Það er svo eldgamalt dót þarna... skóladót síðan í 0 bekk og upp úr, fullt af fötum m.a. fermingarfötin, barbí dúkkurnar, servéttusafnið og margt fleira. Í þessari ferð minni þarna upp fann ég eldgamlar minningarbækur :) guð minn... hryllilega fyndið!! Ég man að Bryndís var alltaf með svo frumleg kvæði :) til dæmis skrifaði hún á einum stað:
Vertu varkár Úrsúla mín,
það mun gæfu skapa,
góða reyndu að gæta þín
og gifstu engum apa!!
Hahahahahahahaha... alveg kostuleg!! Einnig rakst ég á viðurkenningaskjöl fyrir Freestyle :) ég vann nefnilega 1989 (þá með Hrafnhildi Hólmgeirs) OG 1990 (þá með Sigrúnu Þorsteins) :) Hef alla tíð verið mjög hæfileikarík... æjæjæj :) Ég komst samt ekki yfir allt dótið sem ég æltaði mér að skoða þannig að ég á eftir að fara aðra ferð áður en ég fer suður!! :)
Bæ í bili... Súlan!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home