Ohh hvað ég þoli ekki svona breytingar!! Nú er bloggið eitthvað búið að breytast!!Ég þurfti auðvitað að hringja í Sigurlaugu til að reyna að breyta þessu... og gat breytt öllu nema hvað einn dagur er með "?" og nafnið mitt fyrir ofan breyttist í einhverja vitleysu!! Æji jæja...
Þetta verður síðasti dagurinn minn hér á Eskifirði í dag. Ég losna þá við að keyra í þessari bölvuðu þoku... þoli ekki að keyra yfir Skarðið í svona þoku, sérstaklega ekki þegar maður fer að nálgast göngin. Maður sér ekki neitt og svo bara allt í einu birtist gatið í fjallinu... brrr draugalegt! Og þessi blessuðu göng eru ekkert sérstaklega aðlaðandi... í dag var meira að segja þoka í göngunum þannig að ég sá akkúrat ekki rassgat!!
Nú fer ég að drífa mig yfir aftur... vonandi engin þoka :)
Þetta verður síðasti dagurinn minn hér á Eskifirði í dag. Ég losna þá við að keyra í þessari bölvuðu þoku... þoli ekki að keyra yfir Skarðið í svona þoku, sérstaklega ekki þegar maður fer að nálgast göngin. Maður sér ekki neitt og svo bara allt í einu birtist gatið í fjallinu... brrr draugalegt! Og þessi blessuðu göng eru ekkert sérstaklega aðlaðandi... í dag var meira að segja þoka í göngunum þannig að ég sá akkúrat ekki rassgat!!
Nú fer ég að drífa mig yfir aftur... vonandi engin þoka :)


0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home