mánudagur, ágúst 11, 2003

Ég er komin :) Ferðalagið hjá okkur mæðgum gekk mjög vel, við brunuðum í bæinn á laugardagskvöldið. Við stoppuðum auðvitað á nokkrum stöðum (sjoppum) :) og átum svo á Bautanum! Sunnudagurinn fór mestur í leti, tók upp úr töskunum en afrekaði ekki meira þann daginn!! Mamma verður hjá mér þangað til á fimmtudaginn, mér finnst það auðvitað æðislegt!! :)
Í dag var svo minn fyrsti dagur í Austurbakka. Líst bara rosalega vel á allt saman, svaka spennandi en auðvitað mikið að læra.
En ætla að fara að leggja mig... heyrumst Súlan!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home