föstudagur, ágúst 29, 2003

Get ekki sagt að dagurinn hafi byrjað beint vel... byrjaði á því að missa stóra blásturs-rúlluburstann beint ofan í klósettið!! Ojbarasta... sem betur fer var nú samt ekki "neitt" í klósettinu. Við skulum vona að það verði ekki meira um svona hluti í dag.
Við Heiða förum að vinna í kvöld í veislu, sem er haldin í sal í húsi beint fyrir neðan okkur. Það er eitthvað tvítugs afmæli, sem ég ætla nú rétt að vona að fari friðsamlega fram :) Það verður fínt að fá smá auka pening, þar sem ég er nú að reyna að safna mér fyrir nýjum bíl!! hmmm
En annars er helgin bara björt framundan, Sigurjón Gísli að koma í bæinn og brjálað ball á morgun, getur bara ekki orðið betra! :) Adios!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home