Jæja það er langt síðan síðast, enda hef ég svo sem nóg að gera þessa dagana. Er á fullu í vinnunni, svaka stuð, líst alltaf betur og betur á þetta. Er búin að vera að koma skrifstofunni í lag, fara yfir alla pappíra og henda!! Þetta er orðið voða heimilislegt hjá mér... komin með blóm í gluggan og allles :) svo eru allir með myndir af börnunum sínum á skrifborðunum, þannig að ég er mikið að spá í að skella upp mynd af Rakel og mömmu og pabba :) En það er kannski réttast að reyna að vera nokkuð eðlilegur svona til að byrja með á nýjum vinnustað :)
Heilaga þrenningin (ég, Heiða og Símon :)) skellti sér í bío á föstudagskvöldið, sáum Bruce Almighty alveg brilljant mynd... við gátum allavegna mikið hlegið!! Mér fannst Carrey frábær... en mér finnst hann yfirleitt vera svolítið yfirdrifinn!!
Jamm svo á laugardagskvöldið fórum við Heiða í bæinn... menningarnótt!! Rosalega gaman... við fórum auðvitað á tónleikana og fylgdumst svo með þessari glæsilegu flugeldasýningu!! Svo löbbuðum við bara um og skoðuðum lífið og menninguna. Um 1 fórum við svo heim á leið og ákváðum að labba Vesturgötuna, en eins og flestir vita er Naustið við þá götu :) þegar við komum þangað var allt fullt af fólki og mikið stuð... út um gluggann heyrðist... "Nú er ég léttur... og orðinn nokkuð þéttur..." Jújú Geirmundur Valtýsson var að spila!! Og við gerðum okkur lítið fyrir og skelltum okkur inn... jesús hvað ég hló ógeðslega mikið... við vorum þarna sem sagt í hálftíma eða svo og dönsuðum meðal annars við Lífsdansinn og Hæ Stína Stuð :) Þarna var auðvitað aðallega "eldra" fólk og svo við... og við í útigallanum!! Já og það má taka fram : EDRÚ!!! Almáttugur hvað þetta var fyndið!! Núna svörum við Heiða í símann með "nú er ég léttur...." þetta verður sjálfsagt setning ársins!! :) Við erum allavegna búnar að hlæja síðan á laugardag!!
Þangað til næst... Súlan
Heilaga þrenningin (ég, Heiða og Símon :)) skellti sér í bío á föstudagskvöldið, sáum Bruce Almighty alveg brilljant mynd... við gátum allavegna mikið hlegið!! Mér fannst Carrey frábær... en mér finnst hann yfirleitt vera svolítið yfirdrifinn!!
Jamm svo á laugardagskvöldið fórum við Heiða í bæinn... menningarnótt!! Rosalega gaman... við fórum auðvitað á tónleikana og fylgdumst svo með þessari glæsilegu flugeldasýningu!! Svo löbbuðum við bara um og skoðuðum lífið og menninguna. Um 1 fórum við svo heim á leið og ákváðum að labba Vesturgötuna, en eins og flestir vita er Naustið við þá götu :) þegar við komum þangað var allt fullt af fólki og mikið stuð... út um gluggann heyrðist... "Nú er ég léttur... og orðinn nokkuð þéttur..." Jújú Geirmundur Valtýsson var að spila!! Og við gerðum okkur lítið fyrir og skelltum okkur inn... jesús hvað ég hló ógeðslega mikið... við vorum þarna sem sagt í hálftíma eða svo og dönsuðum meðal annars við Lífsdansinn og Hæ Stína Stuð :) Þarna var auðvitað aðallega "eldra" fólk og svo við... og við í útigallanum!! Já og það má taka fram : EDRÚ!!! Almáttugur hvað þetta var fyndið!! Núna svörum við Heiða í símann með "nú er ég léttur...." þetta verður sjálfsagt setning ársins!! :) Við erum allavegna búnar að hlæja síðan á laugardag!!
Þangað til næst... Súlan
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home