föstudagur, ágúst 08, 2003

Jæja þá er það Reykjavíkin á morgun!! JEI :) er mjög spennt!! Veit samt ekki alveg hvenær við mæðgur getum lagt í hann, á eftir að pakka öllu og kveðja alla... annars hef ég verið mjög dugleg að stefna fólkinu bara hingað í apótekið og kveðja mig þar :) Hef mikla trú á því að við byrjum á að koma við á Subway um leið og við rennum í bæinn, er eiginlega komin með fráhvarfseinkenni!! namminamm!! Jamm við mamma erum að hugsa um að fara norðurleiðina, mér finnst syðri samt skemmtilegri en þar sem ég fór hana þegar ég kom austur er ágætt að taka hringinn. Svo held ég að það eigi að vera þurrt á norðurleiðinni en rigning syðri!!
Síðasti dagurinn í apótekinu mínu... skrýtið, því næst þegar ég kem verður örugglega búið að flytja það í annað húsnæði! En svona gengur það...
Læt þetta nægja í bili, skrifa næst þegar ég verð komin suður... Bæ í bili!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home