Loksins varð ég vör við líf í Viðey!! Er búin að vera að fylgjast með lífi eyjaskeggja, (ef ég lít út um gluggann þá blasir eyjan við mér) og var eiginlega komin á þá skoðun að þarna væri ekki málaður maður!! En jú, í morgun sá ég traktor á ferðinni og viti menn rétt áðan sá ég manneskju vera að labba niður á bryggju og fara í bátinn sinn og bruna í land!! Sá meira að segja þegar hann lagði upp að bryggjunni hérna megin :) Held að það næsta í stöðunni sé að fá sér kíki... og það þarnæsta sé að fara á bryggjuna og taka á móti fólkinu! En semsagt ef þið viljið fá fréttir af íbúum Viðeyjar þá hafið þið bara samband, ok?! En hvernig haldið þið að sé að búa þarna? Ég verð allavegna að fara að drífa mig þangað yfir og skoða aðstæðurnar, langar mikið.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home