föstudagur, ágúst 22, 2003

Í morgun vaknaði ég 7:02... yfirleitt vakna ég á þeim tíma (vaknaði mjög hress í morgun, en stundum þarf ég að ýta á snooze takkann eins og tvisvar sinnum áður en ég get drattast á fætur) allavegna vippaði ég mér úr rúminu ofur hress og dró frá glugganum!! Og þar með var úr mér allur vindur, við mér blasti eins og svo marga aðra morgna, fólk að skokka á ströndinni!! Nema hvað nú var heill hópur að skokka! Alltaf dáist ég jafn mikið af því fólki sem getur þetta... hugsið ykkur að fara á fætur kannski einum og hálfum tíma en nauðsynlegt er, og það þá líka til að nota tímann til að fara út að skokka!! Já nei takk... þetta gæti ég aldrei!! Ég bara skil ekki svona...
Ég sá mann og hund í Viðey í dag. Held allavegna að þetta hafi verið hundur... þetta hefði samt líka getað verið barn á hjóli. En þarna hefði ég haft góð not fyrir kíkinn :)
Afmælisbörn dagsins eru: Guðrún Jónsdóttir, Einar Alberts og Rikki-nýbakaður faðir!! Til hamingju börnin mín!!
En það er að koma helgi... yndisleg tilhugsun!! Leiter...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home