miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Neistaflugið búið... frábær helgi í alla staði!! Get ekki alveg gert upp við mig hvort mér fannst skemmtilegra ballið á laug. eða ballið á sunn. Mér var sagt að á laug. hafi verið um 650 manns en á sunn. um 900! En það kvöld alveg rosalegt!! Frábært á varðeldinum í Lystigarðinum og svo voru Stuðmenn auðvitað geggjaðir!! Já, kannski fannst mér ballið á sunn. skemmtilegra?!? En það var samt líka frábært á Í Svörtum Fötum... :)
Jæja þá á ég ekki eftir nema tvo daga í vinnunni... ég er í fríi eftir hádegi í dag, erum að fara á Fáskrúðsfjörð að heimsækja fólk þar... svo fer pabbi á sjóinn á föstudagsmorgun, Líana og Udo fara á föstudagskvöld og við mamma suður á laugardagsmorgun!! Allt tekur þetta enda!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home