mánudagur, ágúst 25, 2003

Svei mér þá... ég held bara að ég sé komin með eyjuna á heilann!! En það var svo mikil þoka á tímabili í dag að ég sá ekki einu sinni yfir!! Jahérna...
En þetta var ein mesta letihelgi ever held ég. Ég gerði mjög lítið og það sem ég var búin að setja fyrir mig að gera þessa helgina gerði ég ekki!! Svo nú er ég drullusvekkt yfir að eiga þessa hluti eftir!! En jæja... ég tók í staðinn bara hálfgert Friends maraþon, sem er mjög gott annað slagið!
Sennilega stendur þessi jarðskjálfti upp úr helginni! Úff maður... ég hélt að þetta væri mitt síðasta... hugsaði bara hvort þetta ætti virkilega bara að enda svona!?! Í alvöru... ég varð ekkert smá hrædd, enda hef ég aldrei upplifað jarðskjálfta áður!! Ég fann fyrir þessum stóra um 2 leytið og svo kom annar minni stuttu á eftir og að lokum kom einn mjög vægur þannig að myndin fyrir ofan rúmið rétt víbraði! En Jesús minn þvílíkt og annað eins!!
Nú er ég semsagt búin að upplifa tornado í Ameríkunni og svo jarðskjálfta á Íslandinu!! Sko mig... og slapp lifandi frá báðu :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home