þriðjudagur, september 09, 2003

Helgin fín!! Fór aftur að vinna í salnum á föstudagskvöldið, núna með konunni sem sér um salinn. Þetta er svo vel borgað að maður getur ekki neitað þessu!! :) Á laugardagskvöldinu skellti ég mér á Broadway á ball með Sálinni Hafði vit á því að vera bara edrú, hrylli mig enn við tilhugsunina um áfengi síðan á Stuðmannaballinu!! JAKK!! En það var auðvitað geðveikt stuð eins og alltaf á Sálarböllum, dansaði eins og brjálæðingur allt ballið!!
Fór í heimsókn á Lansann í sjúkrahúsapótekið í hádeginu í dag. Voða gaman að hitta allar kellurnar þar :) Hitti líka Sigurlaugu og Brynju, þær byrjaðar að vinna þar! Æðislegt að hitta Sigurlaugu, ekki séð hana síðan við útskrifuðumst!! Nú verðum við að fara að hittast eitthvað, hef t.d. ekki farið á American Style síðan ég fór með henni í MAÍ!! Það gengur náttúrulega ekki!! :) Svo er ég farin að fá hálfgerð fráhvarfseinkenni að fara ekki reglulega í Kringluna, Smárann og Ikea með henni!! Ississs... en nú verða gerð bragabót á því máli, þýðir ekkert annað!
Við Guðfinna ætlum að skella okkur til Rikka og Söru í kvöld að skoða litla prinsinn... svo verð ég að fara að drífa mig til Júlíu Rósar og skoða hennar prinsessu!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home