mánudagur, september 22, 2003

Helgin var ÆÐI!! Föstudagskvöldið var voða fínt, við Sigurjón vorum þarna í Súlnasalnum ásamt um 2-300 manns. Rosa flott og svaka gott að borða. Örn Árnason var að skemmta, hann er bara frábær :) og svo söng Guðrún Gunnars nokkur lög ásamt Stefáni Hilmars!! Ég ætlaði svona nett að tapa mér þegar hún kynnti hann á sviðið... hann syngur auðvitað eins og engill!! En svo var ball með Brimkló... Bo Hall var þarna í fararbroddi! Við Sigurjón vorum eins og hin gömlu hjónin, stigum villtann dans :) Guð minn, það var svo fyndið! Sigurjón ekki alveg að fíla þessi lög, ég hinsvegar fílaði þá alveg í botn, þeir tóku hverja smellina á fætur öðrum, "Ég sá hana á skólaballinu í gær..." "Stjúpi spilaði á munnhörpu og gítar..." og "Rennur af stað ungi riddarinn..." svo eitthvað sé nú nefnt. Svaðalegt stuð!!

Óvissuferðin var snilld!!! Við byrjuðum á því að þramma upp Laugarveginn og var stefnan tekin á Reðursafnið!! :) Ég ætla ekki að segja ykkur hvað við hlógum ógeðslega mikið. Stungu sumir upp á að nú skildi verða töluð útlenska!! Fólk ekki alveg að höndla þetta :) Eftir að hafa hlegið okkur máttlaus þarna var brunað í Hafnarfjörðinn á Fjörukránna. Þar var okkur kenndur Línudans við mikinn fögnuð og svo var farið upp á loft og drukkið að hætti sannra Víkinga!! Usssusssusss... Við komum við á Álftanesi að sækja einn sem var þar og þar þrömmuðum við syngjandi um göturnar með kúrekahatta og bjór. En allavegna enduðum við í Keflavík að borða á Ránni en í millitíðinni var stoppað í einhverjum skógi á leiðinni og farið í leiki. Eftir matinn var Karokei og svo var haldið heim á leið. Þetta var nú meira stuðið... fólk alla vegna á sig komið, en ég náði að halda mér nokkuð góðri :) Enginn svaðalegur Stuðmannabragur á þessu!! :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home