Þá er komin smá pása hjá mér á flakki í bili. Næsta ferð verður 16. okt og þá til Húsavíkur. En það var rosalega gaman á Sauðárkróki, ég kom heim á laugardag. Gistum á Hótel Tindastól sem er alveg æðislegt hótel! Fundurinn tókst rosalega vel og allt gekk bara eins og í sögu.. frábært!! :) Ég kíkti svo í apótekið á hana Maríu sem var með mér í skólanum. Vissi hreinlega ekki hvert hún ætlaði þegar hún sá mig, ég kom henni á óvart... hélt hún myndi enda á því að fara að gráta!! :) Voða gaman að hitta hana!
Ég hafði það svo bara gott í gær, fór ekki úr náttfötunum fyrr en í morgun :)
Ég hafði það svo bara gott í gær, fór ekki úr náttfötunum fyrr en í morgun :)


0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home