þriðjudagur, október 14, 2003

Frábær helgi að baki. Loksins tókst okkur Júlíu Rós og Kristjönu að finna tíma til fara út að borða, fórum á föstudagskvöldið á Ruby :) svaka gott! Og þá sá ég auðvitað litlu Hólmfríði, sem er alveg yndisleg!! Þvílík snúlla. Eftir matinn brunaði ég í lyfjadeildarpartýið sem var haldið hjá Bassa uppí Grafarvogi... þar var mikið stuð, kom heim um 5 enda skutlaði ég liðinu heim!! Jú jú maður er svo stabíll... alltaf edrú!! :)
Á laugardaginn fórum við Guðfinna á Apóteksráðstefnuna sem var haldin á Grand. Þar var gaman að vanda, allt fullt af fólki sem maður hittir og margt að skoða! Svo náði ég auðvitað leiknum þar sem mínir landar :) unnu! Auðvitað!! Ekki við öðru að búast, mjög ólíklegt að Íslendingar færu allt í einu að taka upp á því að sigra mína menn!! Ohh ég fyllist þjóðarstolti!! :)
Ég fékk boðsmiða á Skítamóral á laugardaginn (thanks Júlí ;)) og við Heiða og Sædís drifum okkur. Gvvööððð það var geggjað :) ég hafði ekki farið á ball með þeim síðan þeir hættu þarna um árið (var það ekki 2001... held það). Einar Ágúst frændi minn :) byrja ég enn einu sinni... söng auðvitað eins og engill!! Æðislegt!!
Er búin að panta mér flug, ætla austur 22. okt... nauðsynlegt að kíkja aðeins á fólkið sitt. Er bara orðin spennt! :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home