þriðjudagur, október 21, 2003

Gleymdi að segja ykkur að ég fékk sendar bumbumyndir af Rakel í gær :) semsagt Rakel vinkona, ekki fuglinn!! Hahaha, hryllilega fyndin! Og hún er komin með svvvoooo stóra kúlu... yndisleg alveg hreint. Get ekki beðið eftir að sjá hana, en ég fer norður 5. nóv og hún er sett viku seinna, þannig að ég fæ að sjá hana upp á sitt besta :) nema hún verði bara búin þá!?! Hver veit! Er búin að koma með þá tillögu að þar sem ég skírði nú fuglinn minn í höfuðið á henni (þótt hann væri karl) þá þætti mér ekkert sjálfsagðara en hún myndi nú skíra barnið í höfuðið á mér, ef hún eignast stelpu!! Já og jafnvel þó hún komi með strák!! Ekki sammála?!? :)
Fundurinn í kvöld... við Sigurlaug ætlum að storma á Am. Style og gúffa einum góðum í okkur!! Kominn tími til (allavegna fyrir mig, veit að Laugan er með annan fótinn þarna :)) því ég hef ekki farið þarna síðan í maí þegar við vorum í skólanum!! Mmmmm hlakka til! En við fórum þarna stundum í löngum götum og þá var klukkan kannski ekki nema 11 að morgni til, nýbúið að opna og jafnvel enginn búinn að fá sér að borða þannig að við vorum fyrstar á grillið!! :) Jiii það var gott!
Það er búinn að var regnbogi í allann dag hérna beint fyrir utan gluggann hjá mér, hann er akkúrat yfir Viðey! Sé samt ekki hinn endann á honum, ekkert smá flott!
En jæja nú fer ég að fara heim að pakka fyrir ferðina á morgun...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home