þriðjudagur, október 28, 2003

I´m back!!
Það var auðvitað yndislegt fyrir austan, hafði það óskaplega gott hjá mömmu :) pabbi kom því miður ekki í land þannig að ég hitti hann ekki neitt! Lenti í svoleiðis rjómablíðunni á sunnudeginum, 23 stiga hiti og sól en sem betur fer smá gola. Gerði samt ekkert nema kíkja í heimsóknir, sofa og eta :) Æðislegt! En ég kom suður í gærkvöldi, hélt við myndum ekki geta lent vegna hristings en það blessaðist allt saman.
Nú er það Akranes á föstudaginn og svo er Sálin á Nasa það sama kvöld... ííhaaa :)
Gladdi mitt litla "útiálandi" hjarta þegar Sigurlaug (má víst ekki kalla hana Laugu) fór að tala um veðrið :) Hún er held ég mikil "útiálandi" stelpa!! Enda er það líka miklu betra en að vera einhver malbikskrakki sem hefur aldrei keyrt hringinn eða séð kindur... isssisss!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home