föstudagur, október 17, 2003

Jæja það er að koma helgi! JEI :) Ætla að vísu bara að taka því rólega, nauðsynlegt að taka svoleiðis helgar annaðslagið! Minni á tónleika Sálarinnar sem voru á Nasa, þeir verða sýndir á PoppTíví á morgun kl. 8!! Ekki missa af þeim :) veit að ég verð í húsi þar sem er heimabíó og hálfgert bíótjald.. þannig að þeir fara ekki fram hjá mér!! :)
Bryndís bekkjarsystir á afmæli í dag, til lukku mín kæra!! Nú heldur hún uppá það á Ítalíu... ekki slæmt það, væri alveg til í að vera þar... - en ég er bara þar í anda!! Já talandi um Ítalíu... vorum að borða á La Primavera í hádeginu í dag og í eftirrétt fékk ég mér Panna Cotte, en það át ég á hverjum einasta degi á Sardiniu síðasta sumar... ohhh þannig að ef ég lokaði augunum með þetta í munninum, þá var bara eins og ég væri stödd þarna úti í 40 stiga hita!! Góðar minningar tengdar Panna Cotte!! mmmmm
Jæja, ég segi bara góða helgi öllsömul!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home