mánudagur, október 20, 2003

Ohh hvað ég hlakka til að fara heim til mömmu og pabba!! Fer á miðvikudaginn og kem heim á mánudag. Við mamma erum strax farnar að plana hvað við þurfum nú að elda þessi 5 kvöld sem ég verð heima :) mmmm... vona að pabbi verði eitthvað heima meðan á þessu stoppi mínu stendur.
Helgin var eins og ég var búin að lofa sjálfri mér róleg. Tónleikarnir teknir með trompi á laugardagskvöldið og svo fórum við smá rúnt. Fór ekki út úr húsi í gær... indælt :)
Veðrið er alveg yndislegt hér í borginni þessa stundina, Viðey nýtur sín vel núna, samt ekki búið að vera mikil hreyfing í eyjunni í dag :) Spurning hvort maður taki sér göngutúr eftir vinnu... efa samt að ég nenni því...
Er búin að vera að bóka okkur með lyfjakynningar út um allt land. Þannig að það verður mikið stuð hjá mér eftir að ég kem að austan.
Fundur hjá Lyfjatæknafélaginu annað kvöld... Sigurlaug viltu commenta hvort þú ætlar eða hvað!?!
Bæ í bili!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home