föstudagur, október 03, 2003

So sorry Jóhanna mín :) en það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég hef látið bloggið sitja á hakanum!! En jæja... ég kom að vestan á miðvikudagskvöld... alveg svakalega gaman og sérstaklega fyrir mig þar sem ég hef aldrei komið þangað. Við gistum á Hótel Ísafirði í tvær nætur, en ég heillaðist svona líka af staðnum, æðislegt, gæti jafnvel hugsað mér að búa þarna!! :) En við þræddum hvert einasta þorp og skoðuðum meðal annars Látrabjarg, sem var hrikalega flott!! Það var bara svo hvasst þarna að við vorum eins og þvottur á snúru, og skriðum fram á brúnina til að kíkja fram af!! GEÐVEIKT!!
Nú er ég að fara að leggja af stað á Sauðárkrók eða um hádegi... kem heim á morgun. Ætla að reyna að hitta á Maríu (hún var með mér í skólanum) en hún á heima á Króknum!
Sigurlaug á afmæli í dag... og dóttir hennar!! Til lukku, til lukku!! :)
Jæja ég skal lofa að skrifa fljótt aftur... er ekkert að fara í næstu viku þannig að ég hugsa að ég hafi tíma þá :) Þangað til næst...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home