föstudagur, nóvember 28, 2003

Ég fór í dúnúlpuna í morgun... hef ekki viljað viðurkenna að það sé kominn vetur, en nú lét ég undan. Mér finnst þetta samt svona notalegt veðurfar, bara svona hvítt yfir. En þoli samt ekki hvernig göturnar verða, eða réttara sagt hvernig Alfa mín verður útlítandi. Þoli hreinlega ekki að vera á drulluskítugum bíl! Þarf eiginlega að skola af henni á hverjum degi!!
En já horfði á Bachelor í gærkvöldi, fannst gaman að sjá þau Jen og Andrew saman :) en fannst frekar vandræðalegt þegar tíkin hún Kirsten mætti á svæðið. Þær voru líka eitthvað svo vandræðalegar sjálfar. Ég fann allavegna til bullandi afbrýðissemi heima í sófa fyrir hönd Jen, þegar það var verið að sýna frá deitinu hjá Andrew og Kirsten.... issississ myndi bara ekki höndla svona! :) Líst svaka vel á næsta Bachelorinn, hann er svo mikið snúlla. Bíð spennt eftir þeirri seríu!
Skellti seríunum upp... híhí... ógeðslega fínt!! :) Er sú eina þarna í hverfinu sem er búin að skreyta... en mér er alveg sama!! Fólk virðist bara vera svona seint á ferðinni í þessum málum :) hahaha (ekki að ég sé neitt á fyrra fallinu :) Hafði svo kveikt á seríunni í svefnherberginu hjá mér í nótt... það var svo æðislegt að vakna í morgun, sjá svona litla litabirtu skína meðfram tré-rimlagardínunum! Ohh, þá vaknar maður alveg með svona hlýju og gleði í sinni :) ja hérna hér, skáldleg í dag!! Mér finnst þetta bara svo skemmtilegur og yndislegur tími :)
Litlu jólin hér í vinnunni verða föstudaginn 5. des, og í tilefni af því verður öll næsta vika svona "vinavika". Dró mér vin áðan og lenti sem betur fer á mjög indælli konu sem ég þarf að vera góð við alla næstu viku! Fannst einhvern veginn betra að lenda á konu en karli, betra að velja eitthvað handa þeim! Svo á litlu jólunum verður því ljóstrað upp hver vinur manns er og hver er vinur minn! :) Voða sniðugt!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home