föstudagur, nóvember 21, 2003

Margt búið að gerast... númer eitt auðvitað er að Rakel vinkona eignaðist litla stelpu í gær!! Æðislegt!! Og ég sem var með það á hreinu að hún fengi strák, þar sannast það að það er ekkert að marka mig í þessum málum! En þetta er bara betra, nú getur sú litla fengið nafnið mitt!! :)
Nú svo er það auðvitað Bachelor!!! Ohh, þetta var svo sætt allt saman. Hefði sjálfsagt ekki getað verið spenntari þó ég hefði verið ein af þeim tveimur, og grenjaði úr mér augun þegar hann bað hennar!! Jahérna, en ég er allavegna í skýjunum yfir úrslitunum!! :) Það verður spennandi að sjá næsta þátt þegar það á að heimsækja þau!!
Svo var auðvitað Herra Ísland á sama tíma á Stöð tvö!! Lítið um það segja nema hvað ég var ekki sammála úrslitunum.
Mamma og pabbi komu í morgun, brún og sæt :) pabbi fer í kvöld en mamma verður eftir hjá mér.
Í kvöld er ég að fara á 100% hitt með Helgu Brögu! Delta er að bjóða lyfjatæknum, og við Sigurlaug ætlum að sjálfsögðu að mæta. Þetta verður örugglega alveg frábær sýning hjá henni, enda er hún ekkert lítið fyndin!! :)
Það var svaka stuð á Stykkishólmi, Hvammstanga og Blönduósi. Við tókum okkur nú rúnt yfir á Grundarfjörð svona bara til að skoða listaverkið eftir Árna Johnsen! ;) já ekki er öll vitleysan eins!!
Hafið það gott um helgina og gangið hægt um gleðinnar dyr...
Súlan

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home