mánudagur, desember 15, 2003

Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér um helgina... ussuss, er að reyna að klára allt áður en ég fer austur!! Jeramías!! Fór í jólaklippinguna á föstudeginum til Sigrúnar, er voða fín :) Heiða og Símon komu svo um kvöldið og við horfðum á Idolið. Var alveg sátt við úrslitin, held með strákunum og Ardísi, vil hinar dömurnar út!!
Laugardaginn tók ég snemma og var mætt til Laugunnar í brunch fyrir hádegi. Fórum svo heim til foreldra hennar og vorum að vesenast!! :) Segi ekki orð meira um það strax, en það kostaði mikinn hlátur og mikinn kulda!! Skelltum okkur svo í Smáralindina. Þar var nú bara kleppur-hraðferð, hryllilega mikið að gera og milljón manns að versla. Enduðum svo ferðina "auðvitað" á Fridays!
Á sunnudeginum héldum við uppteknum hætti, byrjuðum á Smáralindinni og enduðum í Kringlunni. Er svona næstum því búin með jólagjafirnar! Það er alveg á hreinu að maður verður alveg gjörsamlega andlaus í þessu mannhafi þarna í "mollunum". Var því fegin að vera komin svona langt á leið með gjafirnar en ekki að vera að byrja núna!! Skrifaði svo jólakort og pakkaði inn gjöfum í gærkvöldi!! Er ekkert smá fegin að Heiða og Moni ætla keyrandi austur... ætla sko að fylla bílinn hjá þeim af pökkum!! :)
Fer til Júlíu Rósar eftir vinnu og þaðan svo í R. Björnsson að sækja það sem ég á þar!! Ætla svo að rífa af rúminu og setja allt hreint og nýtt á!! :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home