mánudagur, desember 01, 2003

Þetta var alveg rosalega róleg helgi hjá mér, var dugleg við að skreyta, laga til og prjóna :) Held ég geti ekki skreytt mikið meira, orðið ágætt bara!
Sigurlaug kom í gærkvöldi og við tókum einn af þessum skemmtilegum rúntum :) Nú var farið að skoða og gagnrýna jólaskrautið, byrjuðum í Grafarholtinu og færðum okkur svo yfir í Grafarvoginn (Korpúlfsstaðaþorpinu) og enduðum svo á að taka nokkrar götur í Mið-vesturbænum. Fékk hana meira að segja til að keyra niður Laugarveginn!! :) Aldeilis gott það!!
Ég er alveg óskaplega spennt að fara austur!! Ætla að hafa það mjög notalegt yfir jólin, og lesa Lindu bókina - sem by the way ég fékk áritaða!! Jú ég er nú hrædd um það!! Ætli Linda myndi ekki vilja fá mig til sín út til Vancover til að passa hundana sína?! Ég væri nú alveg til í það... gerast bara Au-pair, bara vera með hunda en ekki börn!?! :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home