mánudagur, desember 08, 2003

Föstudagskvöldið fór nú öðruvísi en ég hafði ætlað. Endaði á svaða fylliríi og svo ball með Sálinni á Players :) en það var alveg ógeðslega gaman!! Það byrjaði auðvitað með jólahlaðborðinu hér í Austurbakka og það var svo svaðalega stemning að ég brunaði heim í djammgallann og mætti svo galvösk á Felix þar sem við horfðum á Idolið. Alveg frábært, nema hvað ég mundi bara ekkert eftir því daginn eftir hverjir höfðu dottið úr keppninni... segir til um ástandið á liðinu :) Jæja en svo enduðum við kvöldið með Sálinni!!
Á laugardeginum hristi ég af mér þynnkuna og fór í Kringluna og Smáralindina með Laugunni (nú verður hún alveg brjáluð!! :) Náði að saxa aðeins á jólagjafalistann.
Við Rikki lyfjafræðinemi ætlum að fara til Guðfinnu og Hrafnkells í kvöld og skoða litla prinsinn.
Bæ í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home