fimmtudagur, desember 04, 2003

Fundurinn gekk vel... vorum á efstu hæðinni á Landakoti, guð almáttugur það var svo ógeðslega hvasst þarna uppi að ég hélt að við fengjum rúðuna inn til okkar!! Shit... Voða fínt líka í Perlunni, það var jólahlaðborð. Gerði heiðarlega tilraun til að borða ostru... hmmm... úr mínum munni fór hún bara aftur í skelina sína!! Þvílíkt ógeð! Það var svo viðbjóðslegt sjávar-þarabragð! Bragðið minnti mig á eitt (smá saga):
Þegar ég var krakki fór ég með afa siglandi yfir í Mjóafjörð með kindurnar hans á vorin. Í einni ferðinni fékk aðkomu kona (semsagt kona sem var ekki frá Neskaupstað) að fara með. Hún gat fundið þara sem mátti borða!! (semsagt ekki svona venjulegan ógeðslegan þara). Mér fannst þetta mjög sniðugt og át þetta með henni með bestu list... alls ekki vondur sko!! En til að gera langa sögu stutta, í næstu rolluferð til Mjóafjarðar ákvað ég að finna þennan fína þara en þekkti auðvitað ekki muninn á þessum viðbjóð, og át því venjulegan þara!! Endaði þetta auðvitað á því að þarinn kom allur upp úr mér stuttu seinna!! Enn þann dag í dag fæ ég velgju af því að finna svona fjöru-þara lykt!! Jakk...
Annað sem gerðist í Perlunni... við átum sem sagt á efstu hæðinni, voða flott allt saman. Ég var auðvitað búin að gleyma að fjárans gólfið snýst einn hring á tveimur tímum... lagði veskið mitt og trefil fyrir aftan mig og stuttu seinna þegar ég snéri mér við þá var dótið horfið!! Ég klíndi því auðvitað á Bassa að hann hefði tekið dótið mitt... en nei nei, við vorum auðvitað búin að snúast þarna, þannig að dótið var komið í hinn enda salarins :) Jesús þetta var frekar fyndið!! Þannig að munið það: Ekki leggja dótið ykkar frá ykkur, nema þá bara á gólfið... þá fylgir það ykkur!!
Fórum svo að borða á Galileo í hádeginu í dag og á morgun er það jólahlaðborðið hér í Austurbakka... Guð minn eini, en ég held að ég þurfi ekki að borða aftur fyrr en á aðfangadagskvöld!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home