miðvikudagur, desember 17, 2003

"Ég er upp'í skýjunum og ég svíf, ekkert amar að" :) Höfum þessa æðislegu setningu það fyrsta sem ég segi í þessu bloggi... og ekkert meira um það að segja!!

Ég er búin að eignast nýjan vin... það er gamli maðurinn á bensínstöðinni úti á Nesi! Hann tekur orðið alltaf á móti mér með útbreiddann faðminn og kallar mig "ljósið sitt"!! :) Frekar fyndið. Hann er líka svo hrifinn af Ölfunni minni, finnst hún líta svo vel út! (Hann á Bens by the way!) Hann er alveg brilljant. En þetta er auðvitað alveg eftir mér að hafa laðað að mér einn svona gamlan!! :)
Ég gleymdi að segja ykkur að um helgina tókum við Sigurlaug rúnt um Vatnsendann!! Ekkert smá gaman. Keyrðum um allt hverfið (sem er nú kannski ekkert rosalega stórt) og skoðuðum jólaskrautið hjá fólkinu! :)
En já eins og ég sagði í gær þá er ég búin að pakka og ready to go! Hlakka voða til að komast til mor og far!
Ég veit ekki hvernig verður með tölvumál, kannski heyrið þið ekkert í mér aftur fyrr en á nýju ári! En ef svo verður þá segi ég bara gleðileg jól og hafið það gott yfir hátíðarnar!! :)
Bless í bili, Úrsúla Manda

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home