fimmtudagur, desember 11, 2003

Það var alveg æðislegt hjá Júlíu Rós í gær, Hólmfríður litla er algjör engill, ekkert smá góð. Vona að ef ég eignast einhvern tímann barn að þá verði það eins og hún!! Alveg yndisleg! Fékk voða gott að borða hjá þeim, svona flögur og salsa og ost og svoleiðis... heitt!! Komst svo í bókaskápana þannig að ég hugsa að ég vinni ekkert heima um jólin, verði bara að lesa! En já Júlía lóðsaði mig til Ragnars Björnssonar (rúm) og þar keypti ég nýtt á rúmið mitt fína... sem sagt "pils" og lak. Ég hélt auðvitað að ég gæti bara mætt á svæðið og fengið þetta strax... en neeeiii, þá er þetta sérsaumað og ég þurfti að mæli allt heila klabbið. Jahérnahér!! Fæ þetta í næstu viku!!
Júlía, þú verður að senda mér mynd af þér eftir klippinguna!! Oh my god.. hlakka til að sjá! Líst vel á!! :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home