mánudagur, desember 29, 2003

Vonandi hafi þið haft það gott yfir jólin. Ég átti alveg yndisleg jól!! Lá og las, svaf og át! Fékk auðvitað Linduna og kláraði hana fljótlega, og er nú byrjuð á hinni sem ég fékk, Bettý!! Æðislegt!
Fór svo á jólaballið á laugardaginn, rak foreldrana úr húsinu og hélt smá teiti :) mikið stuð og MIKIÐ drukkið! Heilsan ekki upp á marga fiska í gær og er rétt að skríða saman núna. Veit nú ekki alveg hvernig áramótin fara hjá mér :)
En hafið það gott, læt sjálfsagt ekkert heyra frá mér aftur fyrr en á nýju ári... góða skemmtun en gangið hægt um gleðinnar dyr.
Kv. Súlan!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home