föstudagur, janúar 16, 2004

Guð, nú tapa ég mér!! Haldið þið að Mirja Ingibjörg frænka mín, komi ekki með foreldrum sínum í febrúar!!! :) Er ekki að grínast! Jiii það verður æði! Þá verðum við tvær í minni íbúð og mamma og pabbi, Líana og Udo í annarri íbúð!!! YES!!! Þau eru semsagt að koma til að fara á Norðfirðinga showið sem verður 13. feb. á Broadway!! Jeramías!! Held þau komi 11. feb. og fara 15!! Ííhaaa :) nú get ég ekki beðið!!
Það var voða gaman hjá Júlíu og Kristjönu í gær... alltaf gaman að sjá ný börn :) Þegar ég kom heim reif ég allt af rúminu og setti nýja pilsið undir. Ekkert smá flott! Rúmið mitt hefur alltaf verið mjög girnilegt, en þegar þetta er komið á er það ennþá flottara... nú langar mig alltaf að fleygja mér upp í það þegar ég lít á það!! Og langaði akkúrat ekkert úr því í morgun!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home