fimmtudagur, janúar 22, 2004

Handboltinn

Er hundsvekkt yfir leiknum, sat kófsveitt og spennt yfir fyrri hálfleiknum og varð svo alveg brjáluð þegar staðan breyttist úr 22-20 í 22-27!! Enda svo sem ekkert skrýtið þegar búið var að reka helminginn af liðinu út af!! En jæja, það þýðir víst ekkert að vera að svekkja sig, nú er það bara næsti leikur á morgun og við tökum ungverjana bara föstum tökum!!

En talandi um handbolta... Læknadagarnir eru haldnir á Nordica, þannig að í hádeginu fer ég alltaf að borða þarna á Vox veitingastaðnum. Jæja í hádeginu í gær sá ég manninn sem ég hef elskað síðan ég var lítil stúlka í sveitinni!! Þeir sem þekkja mig vita hver maðurinn er! Já það var rétt... Kristján minn Arason! Og ég ætla ekki að reyna að lýsa því hvernig mér leið... en allavegna missti ég hjartað niður í gólf!! Þessi elska var að fá sér að borða þarna rétt eins og ég :) Ég í rauninni veit ekki hvaðan þessi stjörnudýrkun á manninn er sprottin, hlýtur bara að hafa verið þessi gífurlegi áhugi minn á handbolta sem krakki. Hann var náttúrulega bestur!! :) En allavegna hef ég ekki séð hann ég veit ekki hvað lengi!! Svo ég tók mér stöðu þarna við hlaðborðið (studdi mig við borðið því ég hélt það myndi bara lýða yfir mig) og starði á hann! Hann var semsagt að klára að borða þegar ég kom, stóð upp, fór í jakkann sinn og tölti af stað í áttina til mín (hann þurfti sem sagt að labba framhjá mér til að komast út), ég vissi bara ekkert hvað ég átti að gera, stóð bara og starði dáleidd á manninn. Og í því sem hann nálgaðist hugsaði ég með mér hvað ég ætti að gera (ætti auðvitað ekki að gera neitt)... ætti ég að segja HÆ við hann, ætti ég að stökkva á hann eða ætti ég að sleppa hendinni af borðinu og láta líða yfir mig og vonast til þess að hann gripi mig?! Nei, guði sé lof þá lét ég þetta allt vera en í því sem hann gekk framhjá mér, leit ég á hann og alveg ósjálfrátt brosti ég!! Og hvað uppskar ég... jú, ég fékk þetta líka fallega bros tilbaka frá goðinu mínu!!!!! Ég ætla ekki að segja ykkur hvernig mér leið!! Úfff.... En svo hef ég mikið verið að spá hvað hann greyið hafi hugsað?! Einhver manneskja starði á hann, eldrauð og brosandi í framan?! Ég efa meira að segja að þetta hafi verið eitthvað bros... frekar einhver gretta!! Gat ekki beðið eftir að komast heim og hringja í Heiðu og öskra á hana tíðindunum!! :) ég mun lifa á þessu atviki í langann tíma - jahérna hér!

Sunna Björg á afmæli í dag, stúlkukindin bara orðin 25!! :) Til lukku Sunna mín. Síðasti dagurinn á Læknadögum á morgun... kveð í bili og vonast eftir því rekast á goðið mitt á morgun í hádeginu!! :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home