Ég er haldin...
... leti þessa dagana! Það er alveg á hreinu. Ég held að það sé veðrið... það er lægð yfir öllu og öllum! Ætla nú samt að reyna að hrista mig til því ég er að hugsa um að halda til á Nösu um helgina. Stefán og Straumarnir á föstudagskvöld (mjög spennt fyrir það) og svo er það Nýdönsk á laugardagskvöld (mjög langt síðan ég hef farið á ball með þeim). Held þetta sé alveg frábær dagskrá fyrir helgina :) Þarf að vísu að athuga hvort Sædís vilji fara á Nýdönsk, en veit að hún mætir pottþétt á Stefán!! =)
Ég er strax orðin spennt fyrir Evrovision!! Nú hef ég alveg tröllatrú á því að við sigrum!! Getur ekki annað verið þegar við erum með Jónsa sem fulltrúa!! Ég er allavegna mjög sæl yfir því ;) veit að hann á eftir að verða okkur til sóma!
Já hún móðir mín kær mætir aftur í borgina eftir viku. Æðislegt! Við ætlum að skella okkur á árshátíð Lyfju. Væri aldeilis fínt ef hún gæti séð sér fært um að mæta svona hálfsmánaðarlega til mín, þá liði mér allavegna alveg óskaplega vel :)
Uppgötvaði það í gær að allt í einu var fataskápurinn minn orðinn alveg troðinn!! Skildi þetta bara ekki alveg því mér finnst ég ekkert hafa verið að versla neitt voða mikið undanfarið. En jæja, ég krafsaði mig nú í gegnum þetta og þá kom í ljós að mest af þessu nýja dóti var Nike!! Það er greinilega stórhættulegt að vera að vinna hjá þeim aðila sem flytur dótið inn!! :) Ussussusss... en iss... skiptir ekki máli =)
... leti þessa dagana! Það er alveg á hreinu. Ég held að það sé veðrið... það er lægð yfir öllu og öllum! Ætla nú samt að reyna að hrista mig til því ég er að hugsa um að halda til á Nösu um helgina. Stefán og Straumarnir á föstudagskvöld (mjög spennt fyrir það) og svo er það Nýdönsk á laugardagskvöld (mjög langt síðan ég hef farið á ball með þeim). Held þetta sé alveg frábær dagskrá fyrir helgina :) Þarf að vísu að athuga hvort Sædís vilji fara á Nýdönsk, en veit að hún mætir pottþétt á Stefán!! =)
Ég er strax orðin spennt fyrir Evrovision!! Nú hef ég alveg tröllatrú á því að við sigrum!! Getur ekki annað verið þegar við erum með Jónsa sem fulltrúa!! Ég er allavegna mjög sæl yfir því ;) veit að hann á eftir að verða okkur til sóma!
Já hún móðir mín kær mætir aftur í borgina eftir viku. Æðislegt! Við ætlum að skella okkur á árshátíð Lyfju. Væri aldeilis fínt ef hún gæti séð sér fært um að mæta svona hálfsmánaðarlega til mín, þá liði mér allavegna alveg óskaplega vel :)
Uppgötvaði það í gær að allt í einu var fataskápurinn minn orðinn alveg troðinn!! Skildi þetta bara ekki alveg því mér finnst ég ekkert hafa verið að versla neitt voða mikið undanfarið. En jæja, ég krafsaði mig nú í gegnum þetta og þá kom í ljós að mest af þessu nýja dóti var Nike!! Það er greinilega stórhættulegt að vera að vinna hjá þeim aðila sem flytur dótið inn!! :) Ussussusss... en iss... skiptir ekki máli =)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home