Helgin...
... var alveg meiriháttar!! Maður er nú eitthvað lúinn í dag. Við brunuðum á Selfoss eftir vinnu á föstudag og sluppu því eiginlega alveg við þetta leiðinda veður. Að vísu var auðvitað snjór, fjúk og hálka... en það er ekkert sem maður er ekki vanur frá Oddskarðinu :) En já, það var byrjað að hella í sig strax á leiðinni og svo haldið áfram á Hótelinu. Horfðum á Idolið og Svínasúpuna og skelltum okkur svo á Pakkhúsið. Þar var hljómsveitin Sólon sem var alveg brilljant!! :) Árshátíðin tókst alveg rosalega vel í alla staði, maturinn æði og allt bara alveg frábært!! Hótelið er líka ekkert smá flott, í nýja helmingnum eru öll herbergi reyklaus (enginn smá munur) og rosa flott herbergi. Þannig að þetta tókst allt saman rosalega vel og var bara alveg geggjað!! :) Ég var svo komin heim í gær um 3 leytið.
Þá bíður maður bara spenntur eftir næstu helgi... showið á Broadway!!
... var alveg meiriháttar!! Maður er nú eitthvað lúinn í dag. Við brunuðum á Selfoss eftir vinnu á föstudag og sluppu því eiginlega alveg við þetta leiðinda veður. Að vísu var auðvitað snjór, fjúk og hálka... en það er ekkert sem maður er ekki vanur frá Oddskarðinu :) En já, það var byrjað að hella í sig strax á leiðinni og svo haldið áfram á Hótelinu. Horfðum á Idolið og Svínasúpuna og skelltum okkur svo á Pakkhúsið. Þar var hljómsveitin Sólon sem var alveg brilljant!! :) Árshátíðin tókst alveg rosalega vel í alla staði, maturinn æði og allt bara alveg frábært!! Hótelið er líka ekkert smá flott, í nýja helmingnum eru öll herbergi reyklaus (enginn smá munur) og rosa flott herbergi. Þannig að þetta tókst allt saman rosalega vel og var bara alveg geggjað!! :) Ég var svo komin heim í gær um 3 leytið.
Þá bíður maður bara spenntur eftir næstu helgi... showið á Broadway!!


0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home