mánudagur, febrúar 23, 2004

Konudagurinn í gær og pabbi klikkaði ekki!! Sendi sko dóttur sinni bleikar rósir! Voðalega sætur kallinn :)
Annars var helgin alveg frábær! Við Sædís djömmuðum út í eitt. Bæði kvöldin mjög skemmtileg en held samt að laugardagskvöldið hafi verið betra. Byrjuðum á Ný dönsk á Nösu og færðum okkur svo yfir á Gaukinn þar sem aðal bandið var að spila, Í svörtum fötum!! :) Á nú bara ekki orð til að lýsa hrifningu minni yfir honum Jónsa!! Svei mér þá... drengurinn er bara ÆÐI!! Nú held ég að í pásu Sálarinnar verðum við Sædís þar sem Jónsi verður!! :) Skulum hafa það á hreinu!!
Jæja í gær var svo hið árlega bollukaffi hjá Ólu Steinu frænku... ummm nammi gott... át eiginlega yfir mig þar en hafði nú samt lyst á einni hér í vinnunni í morgun :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home